Spurt og svarað

 

 

Sendið þið út á land og hvað kostar að fá vörur sendar heim? 

 

Heimsending er frí ef verslað er fyrir 5.000 kr. eð meira. Við sendum vörur um land allt, heimsending á öllum okkar vörum er ókeypis á Suðurnesjum en það kostar 890 kr. að senda heim á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, sé verslað fyrir undir 5.000 kr.

 

Er hægt að skila vörum?

 

Það er ekkert mál að skila eða skipta vörum á Tilboð24 - Hafðu samband við okkur í síma 551 2224 eða í tölvupósti á tilbod@tilbod24.is og við reddum málunum. Það gæti líka verið sniðugt að kíkja á skilmálana okkar, en þar er farið vel í gegnum þessi mál.

 

Hvenær get ég átt von á að vara sé afhent?

 

Sé pantað fyrir klukkan 14 á virkum dögum eru vörur sendar af stað samdægurs og ætti sendingin þá að berast í síðasta lagi daginn eftir. Sé pantað um helgar eða á lögbundnum frídögum eru pantanir senda af stað næsta virka dag á eftir.

 

Eru allar vörur til á lager?

 

Já, nema tekið sé fram við pöntun að vara sé uppseld.

 

Eru kreditkortaupplýsingar öruggar?

 

Já, við notumst við örugga greiðslugátt frá Dalpay og kreditkortaupplýsingar eru ekki vistaðar hjá okkur. Annars er sniðugt að skoða skilmála Tilboð24, en þar er farið vel yfir þessi mál.

 

Er hægt að greiða fyrir vörur með millifærslu?

 

Að sjálfsögðu er hægt að millifæra á okkur. Reikningsnúmerið er 0142 - 26 - 012188 og kennitalan er 691215-0160 - Nauðsinlegt er að setja kennitölu þess sem pantar sem skýringu.

 

Ef vandamál koma upp, hvert á að leita?

 

Við vonum að sjálfsögðu að allt gangi upp og að allir okkar viðskiptavinir sé ánægðir, en ef eitthvað kemur upp á er einfalt að ná í okkur, síminn okkar er 551 2224 og svo er alltaf hægt að senda okkur tölvupóst á tilbod@tilbod24.is, þá má einnig senda okkur einkaskilaboð í gegnum Facebook-síðuna okkar.